Þjónustan

Heildarverk er alhliða byggingaverktaki. Tökum að okkur  byggingastjórn nýbygginga og breytinga, nýsmíði að innan og utan auk viðhalds og breytinga.

Byggingastjórnun

Byggingastjórahlutvekrið er til handa verkkaupa. Byggingarstjóri skal vera umsjónaraðili verkkaupa og gæta hans hags. Það felur í sér umsjá með: Teikningar. Teikingalestur og samræming teikinga. Áfangaúttekktir sem geta verið allt að 16 talsins. Skráning teikinga. Vottanir efniskaupa. Skráning á framvindu verks. Handbók hússins. Byggingastjórn

Byggingastjórahlutverkið er til handa verkkaupa. 
Byggingastjóri skal vera umsjónaraðili verkkaupa og gæta hag hans.

Það felur í sér umsjá með:

  • Teikningar.
  • Teikingalestur og samræming teikinga.
  • Áfangaúttekktir sem geta verið allt að 16 talsins.
  • Skráning teikinga.
  • Vottanir efniskaupa.
  • Skráning á framvindu verks.
  • Handbók hússins.
  • Byggingastjórn

Byggingarstjóri er faglegur fulltrúi eiganda við mannvirkjagerð og starfar í umboði hans samkvæmt skriflegum ráðningar- eða verksamningi við eiganda. Byggingarstjóri skal gæta réttmætra hagsmuna eiganda gagnvart byggingaryfirvöldum, hönnuðum, iðnmeisturum og öðrum sem að mannvirkjagerðinni koma.

Byggingarstjóri mannvirkis annast innra eftirlit eiganda frá því að byggingarleyfi er gefið út og þar til lokaúttekt hefur farið fram.“

Útilokað er að almennur húsbyggjandi geti staðið einn og óstuddur undir þeirri ábyrgð sem á hann er lögð í lögunum. Þess vegna krefjast lögin þess að eigandi ráði hönnunarstjóra og byggingarstjóra til að vera sér til halds og trausts við hönnun og byggingu mannvirkisins. Mikilvægt er fyrir eiganda að finna dugmikinn, samviskusaman og reynslumikinn aðila til að sinna hlutverki byggingarstjóra, enda er ábyrgðin mikil.

Meðal þess sem er á ábyrgð eiganda er allt faglegt innra eftirlit með verkinu, innkaupum, öryggismálum og samskiptum við fagaðila sem byggingarstjóra sinnir sem óháður aðili fyrir hans hönd. Þar á meðal má telja:

  • Öryggismál, samkvæmt reglum 547/1996 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarstöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð.
  • Eftirlit með innkaupum á byggingarvörum allra verktaka og iðnmeistara sem að verkinu koma.
  • Að meta vottanir og umsagnir um byggingarvörur og byggingareiningar.
  • Fylgja eftir áætlunar um gæðastýringu verktaka og iðnmeistara.
  • Að unnið sé samkvæmt verklýsingum og teikningum.
  • Að farið sé að lögum og reglum.
  • Annast samskipti við hönnuði og opinbera eftirlitsaðila.
  • Gera samning um gæðastjórnun við iðnmeistara.
  • Skjalfesta framvindu verksins og stýra skrám.
  • Eins og þessi lauslega upptalning gefur til kynna er hlutverk byggingarstjóra fjölþætt og vandasamt.

Af ofanrituðu leiðir að hlutverk byggingarstjóra er eftirlitshlutverk en ekki stjórnunarhlutverk og er sambærilegt hlutverki umsjónarmanns verkkaupa eins og það er skilgreint samkvæmt IST 30:2012, kafla 4.

Því skýtur það skökku við þegar opinberir verkkaupar krefjast þess í útboðum að verktaki útvegi eða sé sjálfur byggingarstjóri, sem þar með annast eftirlit með eigin verkum.

Mikilvægt er, hvort sem um er að ræða opinberar- eða einkaframkvæmdir, að í hlutverk byggingarstjóra veljist aðili óháður verktökum, hönnuðum eða opinberu eftirliti og að hann búi jafnframt yfir mikilli faglegri þekkingu ásamt metnaði til að gegna hlutverkinu sem honum ber að sinna fyrir hönd eiganda samkvæmt lagalegri ábyrgð sem byggingarstjóri.

Nýsmíði

Tökum að okkur alla nýsmíði að innan og utan Undirbúningur er lykilinn. Undirbúningur er vanmetinn þáttur í byggingum á Íslandi. Hér heima glatast u.þ.b. 10% af byggingarkostnaði í lausnir á verkstað. Í Danmörku er þessi tala 3 -5 %. Í upphafi skal endInn skoða.

viðhald og breytingar

Byggingastjórahlutvekrið er til handa verkkaupa. Byggingarstjóri skal vera umsjónaraðili verkkaupa og gæta hans hags. Það felur í sér umsjá með: Teikningar. Teikingalestur og samræming teikinga. Áfangaúttekktir sem geta verið allt að 16 talsins. Skráning teikinga. Vottanir efniskaupa. Skráning á framvindu verks. Handbók hússins. Byggingastjórn